User:Margtom

From Wikibooks, open books for an open world
Jump to navigation Jump to search

Refurinn og landnámsmenn

Einu sinni bjuggu engar manneskjur á Íslandi. Í kringum árið 870 fór að koma hingað fólk siglandi á bátum sem námu land. Yfirleitt er talað um menn sem voru landnámsmenn en þó eru líka þekktar nokkrar konur sem voru landnámsmenn. Hefur þú heyrt talað um Hrafna - Flóka, Ingólf Arnarson eða um Auði djúpúðgu en þau voru öll landnámsmenn. Þegar þau komu til Íslands var refurinn eina landspendýrið sem þau fundu. Líklega hefur hann komið hingað með hafís frá Grænlandi.

Refur er af hundaætt. Hann er skyldur hundum og úlfum. Hann er því frekar líkur hundum að útliti en miklu minni. Refurinn er 3–4 kg og 90 cm langur frá trýni og aftur á skottbrodd. En skottið sjálft er 30 cm langt og mjög þykkt. Þegar refurinn sefur hringar hann skottið yfir leggi sína og trýni til að hlýja sér.

Refurinn er á ferðinni 12–14 klukkutíma á sólarhring, einkum í ljósaskiptunum (þegar byrjað er að rökkva).

Refurinn étur smádýr og fugla en þó kemur fyrir að refur drepi lömb. Slíkur refur er kallaður dýrbítur. Nú á dögum eru dýrbítir sjaldgæfir. Grenjaskyttur kallast þeir sem veiða refi á sumrin til að koma í veg fyrir að þeir drepi lömb. Veiðarnar eru kallaðar grenjavinnsla. Refir eru líka veiddir á veturna.

Íslenski refurinn hefur mörg nöfn. Hann er stundum kallaður: melrakki, tófa, lágfóta og skolli.